ágúst 12, 2001

Árekstur

Árekstur


Ég var svo óheppin þegar ég var að koma heim áðan að lenda í árekstri við lítinn strák á hjóli. Ég var að keyra inn heimkeyrsluna og allt í einu sá ég þennan litla Mexíkóa strák koma á fullu inn í hliðina á bílnum mínum. Mín fyrstu viðbrögð voru að negla niður og snarast út úr bílnum. Strák greyið lá í götunni og smá hluti af dekkinu á hjólinu hans var undir dekkinu hjá mér. Ég vissi náttúrulega ekkert hversu mikið hann hefði meitt sig en tók hann í fangið og labbaði með hann í átt að húsinu sem hann bjó í og þar tóku einhverjir Mexíkóar við honum. Ég reyndi síðan að tala við einhverja konu þarna en hún lét sem ég væri ekki til svo ég fór, lagði bílnum og tók dótið sem ég var að kaupa inn. Ég var nú ekki einu sinni búin að ganga frá dótinu þegar hópur af Mexíkóa krökkum bönkuðu upp á og sögðu að mamma þeirra vildi að ég keyrði barnið á spítala. Ég er nú ekkert vond manneskja en ég var nú samt ekkert á því að fara að keyra barnið á spítala því þeir ætluðust líklega til að ég borgaði fyrir það líka. Gunni fór því og talaði við leigusalann okkar og hann sagði okkur að sækja bara lögregluna. Við gerðum það og þeir tóku skýrslu og allt var í gúddí. Ég held að mamman hafi ætlað að fara með barnið á spítala en ég verð nú samt að viðurkenna að ég held að hann hafi verið í lagi. Hann var bara aumur svona eins og maður væri örugglega ef maður hjólar á vegg.
Ég veit annars ekkert hvað maður á að gera í svona aðstæðum, heima á Fróni hefði lögreglan líklega ekki verið sótt en það er alltaf betra að hafa vaðið fyrir neðan sig hérna í USA. Maður er alltaf að heyra einhverjar hryllingssögur af lögsóknum og brjálæði.

Ég vona bara að strákgreyið verði allt í lagi, þetta var bara fimm ára gríslingur. Við Gunni höfum nú oft talað um að það sé bara spurning um það hvenær en ekki hvort það verður slys á bílastæðinu hjá okkur því það er alltaf fullt af Mexíkóa krökkum á hjólum, línuskautum og hjólabrettum og þeir eru ekkert að passa sig.

Posted by at 12.08.01 18:37
Comments