Í gær urðu mikil tímaskipti í lífi hans Gunna, þetta var meira en ferming held ég, hann komst í fullorðinna manna tölu, aftur. Það sem gerðist var að ég, kerlingin hans, tók við hlutverki móður hans í því að kaupa á hann nærföt því mér fór að blöskra hversu fá og slitin nærföt hann átti. Nú er það s.s. ég sem kaupi á hann kaupfélagsnærfötin, þvílíkt skref í átt til manndóms hjá honum Gunna mínum :)
Posted by at 13.08.01 13:10