ágúst 19, 2001

Billíbaribí, ammæli...

Við héldum upp á afmælið hans Gunna með pompi og prakt í gær. Slöppuðum af fyrri partinn (eða a.m.k. Gunni því ég þvoði 5 þvottavélar og fór í líkamsrækt) og héldum síðan í miðbæinn um 4 leytið. Við fórum í bíó á myndina American Pie, ég mæli eindregið með henni fyrir þá sem fannst fyrri myndin góð því þessi er alls ekki síðri. Eftir bíó fórum við út að borða á ítölskum veitingarstað. Ég var því miður óheppin því maturinn minn var frekar bragðlaus en það reddaðist alveg því Gunni gat ekki borðað allan matinn sinn og ég fékk afganginn af honum. Við kíktum síðan á nærliggjandi bar til að hitta vin okkar hann Bill. Hann var reyndar á leiðinni í partý og við keyrðum hann þangað og fórum snemma heim. Ég myndi segja að þetta hafi verið mjog skemmtilegur afmælisdagur fyrir hann Gunna, a.m.k. skemmtilegri en síðasti afmælisdagur minn því ég byrjaði á því að fara í próf klukkan 8 um morguninn og þurfti síðan að læra allan daginn fyrir önnur próf og verkefni.

Posted by at 19.08.01 09:23
Comments