Bíríbarabí afmæli, bíríbarabí afmæli, bíríbarabíííí ég átti afmæli í gær. Jamm eins og margir (alveg furðulega margir) vita átti ég afmæli í gær og vil ég bara þakka öllum sem hringdu í gær eða sendu mér kveðju, það er alltaf gaman þegar einhver man eftir manni. Annars fékk ég mjög skemmtilegar gjafir þetta árið. Frá mömmu fékk ég helling af nammi og þessa líka fínu Nike golfskyrtu (nú verð ég alveg eins og Tiger Woods á vellinum, nema náttúrulega að ég er ekki alveg jafn brúnn og er ekkert rosa góður... kannski verð ég bara ekkert eins Tiger Woods en ég verð a.m.k. í fínni skyrtu). Svo fékk ég líka körfubolta og íþróttatösku frá Sollu, alveg geggjað (ég held samt að hún sé að reyna plata mig til að koma mér í form (ég er samt ekki alveg viss)). Myndir af herlegheitunum verða settar fljótlega á netið, eða bara um leið og Solla lærir almennilega á forritin sem fylgdu digital myndavélinni.
Posted by Gunnar Gunnarsson at 19.08.01 09:51