Jæja það er komið að því, ég kom loksins nokkrum myndum inn á netið, ég mun seinna læra betur að gera þetta svo það verði auðveldara að "downloada" þeim. Kannski að ég þurfi bara að taka þær með minni upplausn eða eitthvað. Þetta er s.s. allt ennþá í vinnslu en einhverntíma verð ég orðin snillingur í þessu :)
Ég vil líka hvetja alla sem lesa dagbókina, já eða bara kíkja í hana, að skrifa í gestabókina svo ég sjái hvaða "aðdáendur" ég á :) Það er líka alltaf gaman að fá smá kveðjur og bréf, þið megið ekki gleyma okkur þótt við höldum dagbók :)
Posted by at 20.08.01 23:18