Það er svo lítið í fréttum hjá okkur þessa dagana að ég er að hugsa um að skrifa grein um Guðmund skíðakappa sem skíðaði yfir hálendið síðasta vetur, humm nei ég geng nú ekki svo langt :)
Í dag var ég að mestu að LaTeXa (fyrir þá sem ekki vita þá er það að pikka stærðfræðiformúlur inn á tölvu) og fór síðan út að skokka með Maggie sem er í stærðfræðinni. Ég fór mér nú ekkert allt of hratt en gat samt skokkað lengra en síðast eða rúmlega 3 km. Við ætlum að hittast aftur á mánudaginn og þá ætla ég að reyna við 5 km. Ég ætlaði síðan að fara að lyfta en þá var svo mikið af lyftingartröllum í salnum að ég komst ekki í nema örfá kerlingartæki.
Gunni fór í skvass áðan með Russell og var alveg tekinn í bakaríið og núna getur hann varlað hreyft sig (æji greyið), ég kvíði bara fyrir að hlusta á vælið í honum í fyrramálið þegar hann fer á fætur, ég sem ætlaði að plata hann til að hlaupa með mér.
Ég tók nokkrar myndir við þetta tækifæri en því miður var of hættulegt fyrir mig að taka myndir þegar þeir voru að spila svo ég bað þá bara að pósa fyrir mig.
Ég hef samt komist að því að besti tíminn til að fara í líkamsræktarstöðina er snemma á morgnanna (snemma á mínum mælikvarða er klukkan 8) eða seint á kvöldin (12 tímum síðar) þ.e.a.s. ef maður vill komast í einhver tæki án þess að þurfa að bíða í röð.
Posted by at 23.08.01 20:37