júní 14, 2002

Alveg að koma


Nú er farið að styttast í að maður komi heim. Ég legg af stað snemma á sunnudagsmorguninn að mínum tíma og lendi snemma á mánudagsmorguninn að íslenskum tíma.

Það hefur verið mikið að gera á félagslega sviðinu síðustu daga. Við buðum Oddgeiri í mat á miðvikudaginn og fórum svo á pöbbinn og enduðum með því að rölta um hverfið þangað til við sáum sjónvarp í gangi og fengum að horfa á Brasilía-Costa Rica leikinn þar. Hressir Bandaríkjamenn sem virtust vita eitthvað um fótbolta, a.m.k. kunnu þeir reglurnar.

Í gærkvöldi var svo grillveisla hjá Birni Birnir og Ingu Dóru, nammi, namm. Í kvöld er svo hann Stefán Hjaltested væntanlegur í heimsókn. Ætli maður geri ekki eitthvað létt og horfi kannski á leikinn eða eitthvað.

Posted by Gunnar Gunnarsson at 14.06.02 12:50
Comments