febrúar 14, 2004

Klaufabárðarnir

Í dag hefur allt gengið á afturfótunum.

Við ætluðum að leggja af stað til LA snemma í morgun svo Arndís gæti bara tekið morgunlúrinn sinn í bílnum.

Auðvitað vorum við sein á ferð, það þarf jú í mörg horn að líta þegar Arndís Dúna fer með í ferðalög.

Loksins náðum við þó að leggja af stað, þurftum samt að koma við á nokkrum stöðum, kíkja aðeins til stelpnanna, fara á pósthús og fylla á bílinn.

Eftir að hafa lokið þessu öllu var ætlunin, ég tek fram ætlunin, að bruna af stað til LA.

Á bensínstöðinni benti hins vegar maður okkur á að það læki eitthvað úr bílnum. Í ljós kom að vökvi úr vatnskassanum lak út um allt. Bíllinn var á verkstæði í gær og bifvélavirkinn var búinn að segja að þetta gæti bilað fljótlega og ætlaði að skipta út einhverju dóti en varahluturinn barst ekki fyrir lokun.

Við náðum að keyra á bílaleigu og ná okkur í bílaleigubíl, fórum þá heim til að skilja bílinn eftir og selflytja dótið á milli bíla.

Loksins, loksins gátum við lagt af stað!!

Eftir að hafa keyrt í hálftíma áttuðum við okkur á því að við gleymdum lyklunum að íbúðinni sem við ætlum að gista í, í hinum bílnum.

Við snérum við og vorum svo heppin að lenda í umferðarteppu svo það tók okkur klukkutíma að komast heim :)

Núna erum við heima, Gunni var svo þreyttur eftir þetta allt saman að hann þurfti að leggja sig. Ég þarf þó að fara að vekja hann fljótlega svo við náum að fara út að borða með Önnu og Palla.

Svona fór um sjóferð þá :) Sem betur fer erum við Gunni bæði í fínu skapi og látum svona "smotterí" ekkert á okkur fá.

P.s. Arndís Dúna vill koma því á framfæri að Bubbi er leiðinlegur og "Uppáhaldslögin okkar" eru skemmtileg. Við komumst að því þegar við vorum föst í umferðinni, hún hágrét yfir Bubba en þagði síðan eins og steinn og hlustaði með athygli þegar diskurinn hennar var settur á.

Posted by Solla Beib at 14.02.04 14:33
Comments

Mér finnst nú ekkert skrýtið að hún hafi grátið ef þetta var e-r nýr diskur með Bubba... Annars er Álfheiður alveg dáleidd af öðrum Bubba... Bubba byggi! Pabbi hennar gaf henni nýja spólu í dag... held það hafi verið að miklu leyti til þess að við þyrftum ekki alltaf að horfa á sömu spóluna... Henni er örugglega alveg sama!
Jæja... Nú ætti mamma að vera komin til ykkar... Bið að heilsa þeirri gömlu og viltu biðja hana um að kaupa eitt karton af fjólubláum extra fyrir mig? ;o)
Annars virðist þetta alveg typískt ferðalagsupphaf hjá ykkur... Manstu þegar "þú manst hver" kom ALLTAF í heimsókn ef við ætluðum að fara í Hraun eða e-ð... Vorum kannski komin út í bíl, en nei... Alveg ótrúlegt!

Posted by: Fanney litla at 15.02.04 09:19

Stelpan er greinilega bara með góðann smekk !!

Posted by: HrafnhildurDóra at 16.02.04 06:55