október 27, 2003

Neyðarástand

Já eins og sjá má hjá bæði Völu og Óliver og Árdísi, þá geysa miklir eldar hér í Kaliforníu. Það er mistur í loftinu hér út af þeim og ég finn brunalykt úti.

Mikið vona ég að þeim takist að slökkva eldana sem fyrst, það eru um 15 manns dánir vegna þeirra og svo hefur þetta náttúrulega hrikaleg áhrif á lífríkið, ég sé bara fyrir mér öll dýrin sem eru að reyna að hlaupa undan þessu og eiga enga möguleika.

Posted by Solla Beib at 27.10.03 16:49
Comments

Og svo er bara haglél hérna heima! Jahérna!

kveðja,
Helen

Posted by: Helen at 28.10.03 02:03

Merkilegt hvað þetta virðist alltaf koma mönnm jafn mikið á óvart. Væri ekki hægt að koma upp einhvers konar gróðurlausum beltum? Og afhverju eru menn að deyja í svona í eldum, eru hús á hættusvæðum ekki tryggð, eru menn að bera út sjonvörp og græjur þar til eldurinn er farinn að kroppa í bakið á þeim?

Kannski er ég bara svona einfaldur! :p

Posted by: Óli Ágúst at 28.10.03 07:59

Hversu nálægt ykkur eru eldarnir núna?

Posted by: Hulda at 28.10.03 10:20

Næsti eldur er í Ventura sem er í c.a. 35-40 mínútna akstursfjarlægð. Ég keyrði reyndar í gegnum bæinn í dag en varð ekkert sérstaklega vör við eld eða reyk. Það er sem betur fer farið að kólna í veðri svo þetta hættir vonandi fljótt.

Ég er einmitt búin að vera pæla líka í því við hvaða aðstæður fólk deyr þarna. Er fólk svona gráðugt eða hefur kannski gleymst að ná í einhverja.

Posted by: Solla Beib at 29.10.03 21:27

Eg held ad their sem farast i thessum skogareldum seu i flestum tilfellum ad vinna ad slokkvistorfum.

Posted by: Kari at 12.11.03 05:27