október 25, 2003

Lautarferð

Í dag fórum við með vinum okkar Ilönu, Nick og Gabriel í lautarferð. Við keyrðum yfir fjöllin að vínbúgarði, keyptum flösku af rósarvíni og létum fara vel um okkur í skugga af stórum trjám. Arndís og Gabríel sátu mest allan tímann á teppi á jörðinni og léku sér. Þó vildu þau auðvitað svolitla athygli.

Þetta var alveg einstaklega notalegt, reyndar aðeins of heitt fyrir minn smekk yfir 30°C. Ilana og Nick komu með brauð, ost og ótrúlega góða salami pylsu, ég sem hélt að mér þætti salami ekki gott.

Við Gunni komum með fersk jarðaber, vínber, íslenskt súkkulaði og lakkrís (bræður Gunna eru nefnilega að koma í vikunni með meiri birgðir ;)) og fleira góðgæti.

Mikið getur maður troðið í sig af svona mat, bara einn og einn biti í einu.

Posted by Solla Beib at 25.10.03 23:36
Comments