Nú eru bara örfáar klukkustundir þangað til að Solla mætir á staðinn. Undirbúningurinn fyrir komu hennar hefur gengið ágætlega. Íbúðin er orðin skínandi hrein, ég er með öll fötin mín í þvottavélinni og ég kláraði að fara yfir prófið hjá nemendum mínum í gærkvöldi. Það eina sem klikkaði er að ég er ekki alveg búinn með lokaverkefnið sem ég á að skila á morgun. Haldiði að Solla verði ekki glöð þegar ég segi henni að ég geti eiginlega ekkert verið með henni í dag??? Ég er hræddastur um að hún verði brjáluð! Nei, nei hún er rólyndismanneskja og tekur þessu vonandi með jafnaðargeði.